Innlent

Fara fram á far­bann

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum.
Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Einar/Sigurjón

Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt verða leiddir fyrir dómara í hádeginu. Lögreglan á Suðurnesjum fer fram á að mennirnir verði úrskurðaðir í farbann, en ekki gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er tvíþætt, annarsvegar á tildrögum slyssins og þess sem gerðist eftir á.

Það eru skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn sem eru í haldi lögreglu. Talið er að skipið hafi rekist á strandveiðibátinn Höddu með þeim afleiðingum að hann hvolfdi í fyrrinótt. Skipstjóra bátsins var bjargað naumlega úr sjónum af vini sínum en mennirnir á skipinu eru grunaðir um að hafa yfirgefið slysstað án þess að koma manni í sjávarháska til bjargar.

Allt bendir til þess að flutningaskipið Longwdawn hafi rekist utan í strandveiðibátinn Höddu, með þeim afleiðingum að hann hvolfdi. ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON

Skipinu var stefnt til Vestmannaeyja eftir slysið þar sem skýrslur voru teknar af mönnunum og þeir handteknir í kjölfarið. Í gærkvöldi voru þeir fluttir í fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins.

„Í þessum töluðum orðum eru yfirheyrslur í gangi. Það stefnir að við þurfum að fara með tvo menn fyrir dóm, og að lágmarki munum við fara yfir farbann yfir þeim,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Tvíþætt rannsókn

Úlfar segir málsatvik til skoðunar en vill ekki gefa upp hvort fyrir liggi hver hafi verið í rétti þegar slysið varð. Rannsókn málsins sé tvíþætt.

„Þetta er annars vegar árekstur og það sem gerist í kjölfar á árekstri.“

Hér má sjá ratsjá af siglingarleiðum skipsins og strandveiðibátsins um það leiti sem áreksturinn varð.

Mennirnir eru af erlendu bergi brotnu og notast er við túlka við yfirheyrslurnar. Þrír menn voru handteknir í gær en einum þeirra var sleppt, aðspurður hvers vegna segir Úlfar það liggja fyrir að hann hafi enga aðkomu að málinu.

Þá segir hann manninn sem varð fyrir slysinu líða vel eftir atvikum og að skýrslur hafi verið teknar af honum í morgun. Skipið er enn við höfn í Vestmannaeyjum.

Fréttin var uppfærð klukkan 12:45. Í upprunalegri útgáfu lá ekki fyrir að lögreglan myndi ekki fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð og einungis farbann.


Tengdar fréttir

Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska.

Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum

Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“

Vísbending um að flutninga­­skip hafi hvolft bátnum

Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs.

Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk

Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×